Fótbolti

Ronaldo er íþróttamaður - Messi er Guð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. vísir/afp
Koke, landsliðsmaður Spánar í knattspyrnu og leikmaður meistara Atlético Madrid, segir Cristiano Ronaldo vera gríðarlegan íþróttamann en Lionel Messi vera fótboltaguð.

Munurinn á þeim tveimur að mati Koke er að Ronaldo hefur meiri yfiburði hvað varðar líkamlega þáttinn en Messi fékk sína hæfileika í vöggugjöf.

Ronaldo og Messi eru tveir langbestu knattspyrnumenn heims að flestra mati og hafa samtals unnið síðustu sex gullbolta í baráttunni um titilinn besti knattspyrnumaður heims.

„Ronaldo er íþróttamaður, en Messi er Guð“ segir Koke við spænska íþróttablaðið Marca.

Þrátt fyrir að hafa miklar mætur á Messi afþakkaði Koke að gerast samherji hans í sumar þegar Barcelona vildi fá Koke á nývang.

„Ég ákvað að vera áfram hjá Atlético. Ég kunni að meta áhuga Barcelona, en af hverju ætti ég að vilja yfirgefa Atlético þegar það gengur svona vel?“ segir Koke.

vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×