Fótbolti

Strákarnir æfa í Ríga | Myndir

Birkir Bjarnason og Kári Árnason gefa Emil Hallfreðssyni selbit á æfingu í dag. Allir hressir.
Birkir Bjarnason og Kári Árnason gefa Emil Hallfreðssyni selbit á æfingu í dag. Allir hressir. vísir/valli
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta æfðu á Skonto-vellinum í Ríga í Lettlandi í dag þar sem þeir mæta svo heimamönnum í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið.

Það var létt yfir strákunum á æfingunni, en KolbeinnSigþórsson gat ekki verið með vegna smávægilegra hnémeiðsla. Hann verður þó klár fyrir leikinn á föstudaginn.

Ísland vann Tyrkland, 3-0, í fyrstu umferð undankeppninnar á sama tíma og Lettland gerði markalaust jafntefli við Kasakstan. Heimamenn eru skipulagðir og erfiðir að brjóta á bak aftur.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Ríga og tók myndirnar sem sjá má í syrpunni hér að neðan á æfingunni í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×