Krafa um kredduleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 08:00 Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun