Joost Luiten lék best allra í Wales 22. september 2014 19:41 Joost Luiten var sigursæll um helgina. AP/Getty Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira