Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2014 08:21 Einn af stórlöxunum sem kom á land í Laxá í sumar Núna loka laxveiðiárnar hver af annari en veiði lýkur þó ekki fyrr en í október í þeim ám sem byggja veiðar sínar á seiðasleppingum. Það verður þess vegna bið á að fá lokatölur úr sumrinu og geta séð heilt yfir hvernig má dæma þetta sumar. Það er þó ljóst eins og oft hefur komið fram að árnar á vesturlandi hafi margar hverjar átt sín verstu ár og líklegt að nokkuð þyngra verði að selja leyfi í þær fyrir næsta sumar. Árnar í Húnavatnssýslu hafa allar sloppið vel við veiðileysuna í sumar en Víðidalsá og Vatnsdalsá hafa þó átt betri ár en veiðin í þeim engu að síður alls ekki slæm. Blanda átti gott sumar með 1903 laxa og Laxá á Ásum áttu frábært sumar en í henni veiddust 1006 laxar á aðeins tvær stangir sem gerir hana að aflahæstu ánni sé miðað dagsveiði á stöng en það gera 503 laxa á stöng í sumar. Til samanburðar væri sú eina stöng með nálægt heildar sumarveiði Laxár í Kjós, Langár eða Grímsár en í þeim ám er veitt á 10-12 stangir. Það hefur þess vegna verið mikið fjör á bökkum Laxár á Ásum og það sem einnig hefur glatt veiðimenn er mikið af vænum tveggja ára laxi ásamt því að nokkrir laxar sem lágu um og yfir meterinn komu á land. Þess má geta að Laxá á Ásum er uppseld fyrir næsta sumar. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Samstarfi um Straumfjarðará slitið Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði
Núna loka laxveiðiárnar hver af annari en veiði lýkur þó ekki fyrr en í október í þeim ám sem byggja veiðar sínar á seiðasleppingum. Það verður þess vegna bið á að fá lokatölur úr sumrinu og geta séð heilt yfir hvernig má dæma þetta sumar. Það er þó ljóst eins og oft hefur komið fram að árnar á vesturlandi hafi margar hverjar átt sín verstu ár og líklegt að nokkuð þyngra verði að selja leyfi í þær fyrir næsta sumar. Árnar í Húnavatnssýslu hafa allar sloppið vel við veiðileysuna í sumar en Víðidalsá og Vatnsdalsá hafa þó átt betri ár en veiðin í þeim engu að síður alls ekki slæm. Blanda átti gott sumar með 1903 laxa og Laxá á Ásum áttu frábært sumar en í henni veiddust 1006 laxar á aðeins tvær stangir sem gerir hana að aflahæstu ánni sé miðað dagsveiði á stöng en það gera 503 laxa á stöng í sumar. Til samanburðar væri sú eina stöng með nálægt heildar sumarveiði Laxár í Kjós, Langár eða Grímsár en í þeim ám er veitt á 10-12 stangir. Það hefur þess vegna verið mikið fjör á bökkum Laxár á Ásum og það sem einnig hefur glatt veiðimenn er mikið af vænum tveggja ára laxi ásamt því að nokkrir laxar sem lágu um og yfir meterinn komu á land. Þess má geta að Laxá á Ásum er uppseld fyrir næsta sumar.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Samstarfi um Straumfjarðará slitið Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði