Watson ætlar að fella bestu menn Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 11:30 Tom Watson er elsti fyrirliðinn í sögu bandaríska Ryder-liðsins. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira