Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 10:44 Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV. Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent