Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2014 11:52 Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði