FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 15:13 Harjit til vinstri og Aðalsteinn, formaður knattspyrnudeildar Þórs, til hægri. FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. Delay sagði í viðtali við Stöð 2 á sunnudag að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær einhver myndi slasa sig á Þórsvelli. Handriðið á vellinum væri stórhættulegt. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, var ekki sáttur við þessi ummæli FH-ingsins. „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr," sagði Aðalsteinn en aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Harjit segir að sér hafi sárnað að vera sakaður um að hafa verið ölvaður og að hann hafi ekki þakkað þeim sem hlúðu að honum. „Ég er mjög þakklátur öllum sem sinntu mér á Akureyri og brugðust vel við. Ég sagði það í viðtalinu á sunnudag en það var ekki sýnt," sagði Harjit í dag en hvað var hann búinn að drekka mikið? „Ég er enginn dýrlingur en ég var langt frá því að vera fulli kallinn á vellinum sem fékk það sem hann átti skilið. Ég fékk mér tvo bjóra fyrir leikinn á meðan hinir strákarnir sem fóru með mér voru að drekka á leiðinni norður. Ég var sá sem fékk mér lúr á leiðinni. Ég var alls ekki fullur. Ég verð ekki fullur af tveim bjórum," segir Harjit og bætir við. „Það eru margir klárir í að gagnrýna mann ef maður kemur fram með svona gagnrýni. Það er fólk með skoðun á þessu máli sem var ekki á staðnum og veit ekkert um þetta."Tennurnar í Harjit fóru illa. Það verður dýrt að gera við þær.vísir/einarFH-ingurinn var nýkominn úr enn einni ferðinni til tannlæknis enda með þrjár brotnar tennur. „Þetta verður margra mánaðar vinna og reikningurinn verður á endanum örugglega í kringum milljón. En ég reyni að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég gæti verið í hjólastól," segir Harjit en hann fór á FH-leikinn á sunnudag og fékk góðar móttökur frá leikmönnum og stjórnarmönnum FH. Hann segist líklega ekki ætla að fara í mál eftir allt saman en vildi gjarna fá aðstoð við að greiða þá reikninga sem nú hrannast upp. „Ég tel mig hafa mál í höndunum en veit ekki hvort ég nenni að standa í löngu máli. Þórsarar hafa ekkert athugað hvernig ég hef það. Þeir eru bara að svara mér harkalega en ég væri ánægður ef félagið myndi biðjast afsökunar á því sem gerðist og biðist til þess að hjálpa mér með sjúkrakostnaðinn. Ég sé það samt ekki gerast miðað við viðtalið við Aðalstein í gær." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. Delay sagði í viðtali við Stöð 2 á sunnudag að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær einhver myndi slasa sig á Þórsvelli. Handriðið á vellinum væri stórhættulegt. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, var ekki sáttur við þessi ummæli FH-ingsins. „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr," sagði Aðalsteinn en aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Harjit segir að sér hafi sárnað að vera sakaður um að hafa verið ölvaður og að hann hafi ekki þakkað þeim sem hlúðu að honum. „Ég er mjög þakklátur öllum sem sinntu mér á Akureyri og brugðust vel við. Ég sagði það í viðtalinu á sunnudag en það var ekki sýnt," sagði Harjit í dag en hvað var hann búinn að drekka mikið? „Ég er enginn dýrlingur en ég var langt frá því að vera fulli kallinn á vellinum sem fékk það sem hann átti skilið. Ég fékk mér tvo bjóra fyrir leikinn á meðan hinir strákarnir sem fóru með mér voru að drekka á leiðinni norður. Ég var sá sem fékk mér lúr á leiðinni. Ég var alls ekki fullur. Ég verð ekki fullur af tveim bjórum," segir Harjit og bætir við. „Það eru margir klárir í að gagnrýna mann ef maður kemur fram með svona gagnrýni. Það er fólk með skoðun á þessu máli sem var ekki á staðnum og veit ekkert um þetta."Tennurnar í Harjit fóru illa. Það verður dýrt að gera við þær.vísir/einarFH-ingurinn var nýkominn úr enn einni ferðinni til tannlæknis enda með þrjár brotnar tennur. „Þetta verður margra mánaðar vinna og reikningurinn verður á endanum örugglega í kringum milljón. En ég reyni að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég gæti verið í hjólastól," segir Harjit en hann fór á FH-leikinn á sunnudag og fékk góðar móttökur frá leikmönnum og stjórnarmönnum FH. Hann segist líklega ekki ætla að fara í mál eftir allt saman en vildi gjarna fá aðstoð við að greiða þá reikninga sem nú hrannast upp. „Ég tel mig hafa mál í höndunum en veit ekki hvort ég nenni að standa í löngu máli. Þórsarar hafa ekkert athugað hvernig ég hef það. Þeir eru bara að svara mér harkalega en ég væri ánægður ef félagið myndi biðjast afsökunar á því sem gerðist og biðist til þess að hjálpa mér með sjúkrakostnaðinn. Ég sé það samt ekki gerast miðað við viðtalið við Aðalstein í gær."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12