FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 15:13 Harjit til vinstri og Aðalsteinn, formaður knattspyrnudeildar Þórs, til hægri. FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. Delay sagði í viðtali við Stöð 2 á sunnudag að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær einhver myndi slasa sig á Þórsvelli. Handriðið á vellinum væri stórhættulegt. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, var ekki sáttur við þessi ummæli FH-ingsins. „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr," sagði Aðalsteinn en aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Harjit segir að sér hafi sárnað að vera sakaður um að hafa verið ölvaður og að hann hafi ekki þakkað þeim sem hlúðu að honum. „Ég er mjög þakklátur öllum sem sinntu mér á Akureyri og brugðust vel við. Ég sagði það í viðtalinu á sunnudag en það var ekki sýnt," sagði Harjit í dag en hvað var hann búinn að drekka mikið? „Ég er enginn dýrlingur en ég var langt frá því að vera fulli kallinn á vellinum sem fékk það sem hann átti skilið. Ég fékk mér tvo bjóra fyrir leikinn á meðan hinir strákarnir sem fóru með mér voru að drekka á leiðinni norður. Ég var sá sem fékk mér lúr á leiðinni. Ég var alls ekki fullur. Ég verð ekki fullur af tveim bjórum," segir Harjit og bætir við. „Það eru margir klárir í að gagnrýna mann ef maður kemur fram með svona gagnrýni. Það er fólk með skoðun á þessu máli sem var ekki á staðnum og veit ekkert um þetta."Tennurnar í Harjit fóru illa. Það verður dýrt að gera við þær.vísir/einarFH-ingurinn var nýkominn úr enn einni ferðinni til tannlæknis enda með þrjár brotnar tennur. „Þetta verður margra mánaðar vinna og reikningurinn verður á endanum örugglega í kringum milljón. En ég reyni að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég gæti verið í hjólastól," segir Harjit en hann fór á FH-leikinn á sunnudag og fékk góðar móttökur frá leikmönnum og stjórnarmönnum FH. Hann segist líklega ekki ætla að fara í mál eftir allt saman en vildi gjarna fá aðstoð við að greiða þá reikninga sem nú hrannast upp. „Ég tel mig hafa mál í höndunum en veit ekki hvort ég nenni að standa í löngu máli. Þórsarar hafa ekkert athugað hvernig ég hef það. Þeir eru bara að svara mér harkalega en ég væri ánægður ef félagið myndi biðjast afsökunar á því sem gerðist og biðist til þess að hjálpa mér með sjúkrakostnaðinn. Ég sé það samt ekki gerast miðað við viðtalið við Aðalstein í gær." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. Delay sagði í viðtali við Stöð 2 á sunnudag að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær einhver myndi slasa sig á Þórsvelli. Handriðið á vellinum væri stórhættulegt. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, var ekki sáttur við þessi ummæli FH-ingsins. „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr," sagði Aðalsteinn en aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Harjit segir að sér hafi sárnað að vera sakaður um að hafa verið ölvaður og að hann hafi ekki þakkað þeim sem hlúðu að honum. „Ég er mjög þakklátur öllum sem sinntu mér á Akureyri og brugðust vel við. Ég sagði það í viðtalinu á sunnudag en það var ekki sýnt," sagði Harjit í dag en hvað var hann búinn að drekka mikið? „Ég er enginn dýrlingur en ég var langt frá því að vera fulli kallinn á vellinum sem fékk það sem hann átti skilið. Ég fékk mér tvo bjóra fyrir leikinn á meðan hinir strákarnir sem fóru með mér voru að drekka á leiðinni norður. Ég var sá sem fékk mér lúr á leiðinni. Ég var alls ekki fullur. Ég verð ekki fullur af tveim bjórum," segir Harjit og bætir við. „Það eru margir klárir í að gagnrýna mann ef maður kemur fram með svona gagnrýni. Það er fólk með skoðun á þessu máli sem var ekki á staðnum og veit ekkert um þetta."Tennurnar í Harjit fóru illa. Það verður dýrt að gera við þær.vísir/einarFH-ingurinn var nýkominn úr enn einni ferðinni til tannlæknis enda með þrjár brotnar tennur. „Þetta verður margra mánaðar vinna og reikningurinn verður á endanum örugglega í kringum milljón. En ég reyni að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég gæti verið í hjólastól," segir Harjit en hann fór á FH-leikinn á sunnudag og fékk góðar móttökur frá leikmönnum og stjórnarmönnum FH. Hann segist líklega ekki ætla að fara í mál eftir allt saman en vildi gjarna fá aðstoð við að greiða þá reikninga sem nú hrannast upp. „Ég tel mig hafa mál í höndunum en veit ekki hvort ég nenni að standa í löngu máli. Þórsarar hafa ekkert athugað hvernig ég hef það. Þeir eru bara að svara mér harkalega en ég væri ánægður ef félagið myndi biðjast afsökunar á því sem gerðist og biðist til þess að hjálpa mér með sjúkrakostnaðinn. Ég sé það samt ekki gerast miðað við viðtalið við Aðalstein í gær."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12