Vilja hefja gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs goss í Bárðarbungu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 22:58 visir/auðunn Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA. Bárðarbunga Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA.
Bárðarbunga Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent