Enski boltinn

Barcelona átti ekki skot á markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi var stöðvaður af varnarmönnum Malaga í gær.
Messi var stöðvaður af varnarmönnum Malaga í gær. Vísir/Getty
Malaga náði að stöðva sigurgöngu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í gær en liðin gerðu þá markalaust jafntefli.

Á meðan að Real Madrid hefur verið að raða inn mörkunum virðist sóknarvél Börsunga vera hikstandi um þessar mundir. Liðið náði ekki einasta skoti á mark Malaga í gær sem er afar sjaldgæft hjá spænska risanum.

Fyrr um daginn skoraði Luis Suarez tvö mörk fyrir varalið Barcelona í æfingaleik en hann er í banni til 25. október næstkomandi. Líklegt er að Barcelona hefði getað nýtt krafta hans í gær.

Börsungar voru engu að síður miklu meira með boltann í gær eða um 70 prósent. Alls átti liðið tíu skot í leiknum en ekkert þeirra hæfði mark Malaga, sem fyrr segir. Heimamenn áttu sex skot, þar af tvö á rammann.

„Lykilatriði fyrir okkur er að finna Messi,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, eftir leikinn í gær. „Ef það tekst verðum við mun hættulegri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×