Fimm hurða stærri Audi TT Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2014 15:11 Audi TT Sportback með 5 hurðir verður sýndur í París. Audi virðist hafa mikla þörf fyrir að fjölga bílgerðum með stafina TT. Á komandi bílasýningu í París ætlar Audi að kynna stærri Audi TT en áður hefur sést og þann fyrst með 5 hurðum. Þessi bíll er á stærð við Audi A3 og vafalaust með sama undirvagn. Þrátt fyrir að Audi muni sýna þennan bíl er ekki víst að hann komist í framleiðslu en Audi, eins og svo margari aðrir bílaframleiðendur vill fá viðbrögð við þessari hugmynd og enginn staður er betri til þess en bílasýningar. Audi hefur áður kynnt Audi TT Allroad Shooting Brake Concept og Audi TT Offroad Concept á bílasýningum í Frankfürt og Detroit, en ekki hefur enn komið til framleiðslu þeirra bíla. Ljóst er þó að Audi ætlar að útvíkka TT-línuna, en spurningin er bara hvernig.Annað sjónarhorn á tilraunabílnum. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent
Audi virðist hafa mikla þörf fyrir að fjölga bílgerðum með stafina TT. Á komandi bílasýningu í París ætlar Audi að kynna stærri Audi TT en áður hefur sést og þann fyrst með 5 hurðum. Þessi bíll er á stærð við Audi A3 og vafalaust með sama undirvagn. Þrátt fyrir að Audi muni sýna þennan bíl er ekki víst að hann komist í framleiðslu en Audi, eins og svo margari aðrir bílaframleiðendur vill fá viðbrögð við þessari hugmynd og enginn staður er betri til þess en bílasýningar. Audi hefur áður kynnt Audi TT Allroad Shooting Brake Concept og Audi TT Offroad Concept á bílasýningum í Frankfürt og Detroit, en ekki hefur enn komið til framleiðslu þeirra bíla. Ljóst er þó að Audi ætlar að útvíkka TT-línuna, en spurningin er bara hvernig.Annað sjónarhorn á tilraunabílnum.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent