Fótbolti

Kemur ekki til greina að selja Ronaldo

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það vilja allir hafa Ronaldo í sínu liði
Það vilja allir hafa Ronaldo í sínu liði vísir/getty
Evrópumeistarar Real Madrid í fótbolta segja ekki koma til greina að selja Crisiano Ronaldo aftur til Manchester United en Ronaldo hefur verið þráðlátlega orðaður við endurkomu á Old Trafford.

Talið er að Manchester United sé tilbúið að bjóða í Ronaldo næsta sumar en Ronaldo er handhafi Gullboltans sem besti knattspyrnumaður heims árið 2013 og var hann einnig valinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Manchester Untied þreytast seint á að biðla til Ronaldo um að koma aftur „heim“ en nú eru forráðamenn Real Madrid orðnir þreyttir á þessum vangaveltum og segja ekki koma til greina að missa Portúgalann 29 ára.

Ronaldo var seldur frá Manchester United til Real Madrid fyrir 102 milljón evrur sumarið 2009 en hann framlengdi samning sinn við félagið til fimm ára fyrir ári síðan.

Eitt er þó víst. Ætli Manchester United að eiga einhverja möguleika á að freista Ronaldo næsta sumar þá þarf liðið að vinna sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo hefur tvisvar unnið keppnina og var markakóngur hennar tvö síðustu tímabil auk þess að landa titlinum eftirsóknarverða í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×