Perravaktin vill elta nafnlaus ógeð á netinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 09:21 Búið er að stofna til hóps sem kallar sig Perravaktina, sem vill hafa hendur í hári perverta á netinu. visir/gva „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira