Flugreiðhjól Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 13:26 Tveir Bretar hafa smíðað þetta fljúgandi reiðhjól sem aðeins þarfnast 15 metra langrar brautar til að hafa sig á loft. Flughjólið kalla þeir Paravelo og til stendur að fjöldaframleiða það ef kaupendur finnast. Verð þess er þó í hærri kantinum, eða um 2 milljónir króna. Hjólið má brjóta saman og tekur það þá ekki meira pláss en ferðataska af minni gerðinni. Þyngd þess er 50 kíló og er hjólið að mestu úr áli. Vélin sem knýr viftuspaðann er 22 hestöfl og nær „hjólið“ 40 km hraða á lofti, hefur 3 klukkutíma flugþol og getur flogið í allt að 1.200 metra hæð. Það sem vakti fyrir Bretunum tveimur var að smíða grip sem veitt gæti fólki mikið ferðafrelsi, ekki þurfi flugpróf til að njóta þess og að það sé ódýrt í rekstri. Þrátt fyrir að flughjólið sé frekar dýrt sé langur vegur frá verði þess og flugvélar. Auk þess þurfi ekki flugskýli undir gripinn, heldur tekur hann svo til ekkert pláss. Sjá má flughjólið í virkni í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent
Tveir Bretar hafa smíðað þetta fljúgandi reiðhjól sem aðeins þarfnast 15 metra langrar brautar til að hafa sig á loft. Flughjólið kalla þeir Paravelo og til stendur að fjöldaframleiða það ef kaupendur finnast. Verð þess er þó í hærri kantinum, eða um 2 milljónir króna. Hjólið má brjóta saman og tekur það þá ekki meira pláss en ferðataska af minni gerðinni. Þyngd þess er 50 kíló og er hjólið að mestu úr áli. Vélin sem knýr viftuspaðann er 22 hestöfl og nær „hjólið“ 40 km hraða á lofti, hefur 3 klukkutíma flugþol og getur flogið í allt að 1.200 metra hæð. Það sem vakti fyrir Bretunum tveimur var að smíða grip sem veitt gæti fólki mikið ferðafrelsi, ekki þurfi flugpróf til að njóta þess og að það sé ódýrt í rekstri. Þrátt fyrir að flughjólið sé frekar dýrt sé langur vegur frá verði þess og flugvélar. Auk þess þurfi ekki flugskýli undir gripinn, heldur tekur hann svo til ekkert pláss. Sjá má flughjólið í virkni í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent