Honda Civic Type R í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 15:02 Honda Civic Type R er reffilegur að sjá. Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent