Körfubolti

Morris-tvíburarnir áfram hjá Pheonix Suns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/AFP
Bandaríska NBA-liðið Pheonix Suns hefur framlengt samninga tvíburanna Marcus og Markieff Morris.

Morris-tvíburarnir, sem eru 25 ára, voru valdir inn í NBA-deildina 2011. Marcus var valinn af Houston Rockets, en Markieff af Pheonix. Marcus var svo skipt til Pheonix í febrúar 2013.

Tvíburarnir áttu báðir gott tímabil í fyrra. Marcus skoraði 9,7 stig og tók 3,9 fráköst að meðaltali í 82 leikjum, en Markieff skoraði 13,8 stig og tók 6 fráköst að meðaltali í 81 leik. Markieff var í 4. sæti í valinu á besta 6. manni deildarinnar.

Morris-tvíburarnir eru ekki einu bræðurnir í Pheonix-liðinu, en slóvensku bærðurnir Zoran og Goran Dragic leika einnig með því.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×