„Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 08:53 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent