Volkswagen stöðvar framleiðslu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 09:15 Vladimir Putin fyrir framan Volkswagen Tiguan í Rússlandi. Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent
Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent