Körfubolti

Barbosa til Golden State | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barbosa í leik með Brasilíu á HM.
Barbosa í leik með Brasilíu á HM. Vísir/Getty
Golden State Warriors hefur samið við brasilíska bakvörðinn Leandro Barbosa.

Barbosa, sem er 31 árs, kom inn í NBA-deildina 2003 þegar hann gekk til liðs við Pheonix Suns.

Brasilíumaðurinn, sem hefur oftast verið í því hlutverki að koma af bekknum og sprengja upp leiki, átti sitt besta tímabil 2006-07, þegar hann skoraði 18,1 stig og gaf 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar það tímabil.

Barbosa var skipt til Toronto Raptors fyrir Hedo Türkoğlu sumarið 2010. Hann skoraði 12,8 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum með Toronto.

Síðustu ár hefur Barbosa flakkað á milli liða í NBA og Brasilíu.

Barbosa skoraði 11,9 stig með brasilíska landsliðinu á HM sem stendur nú yfir á Spáni. Brasilía tapaði fyrir Serbíu með 28 stigum í átta-liða úrslitum í gær.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×