Nýr Cayenne kemur í haust Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2014 08:45 Nýr Porsche Cayenne, enn flottari en áður. Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent
Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent