576 hestafla Holden pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 14:24 Holden Maloo HSV GTS er með krafta í kögglum. General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent
General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent