Fótbolti

Dramatískur sigur Liverpool í endurkomunni í Meistaradeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard skoraði sigurmarkið.
Steven Gerrard skoraði sigurmarkið. vísir/getty
Liverpool vann nauman 2-1 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Liverpool var betra liðið í leiknum og fékk nokkur ágæt færi fram af leik, en inn vildi boltinn ekki í í mark Ludogorets sem er að spila í fyrsta skipti í Meistaradeildinni.

Gestirnir gerðust ágengari í seinni hálfleik og fengu sjálfir nokkur góð færi, það besta þegar sóknarmaður Búlgaranna skaut í stöngina, einn á móti markverði. Þar slapp Liverpool með skrekkinn.

Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli í endurkomu Liverpool í Meistaradeildina komust heimamenn 1-0 yfir með marki Mario Balotelli á 82. mínútu.

Balotelli fékk boltann inn á teiginn og kom honum í netið eftir að hafa betur í baráttunni við varnarmann gestanna.

Dramatíkinni var þó langt frá því lokið því Ludogorets jafnaði metin á 90. mínútu, en það gerði DaniAbalo.

Í næstu sókn Liverpool reyndi varnarmaður gestanna slæma sendingu aftur á markvörð sinn sem varð til þess að hann missti boltann frá sér. Fabio Borini vann boltann og markvörðurinn braut á honum; vítaspyrna.

Úr henni skoraði StevenGerrard af öryggi á þriðju mínútu í uppbótartíma og sigur Liverpool í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×