Freyr: Set þann sem mér sýnist á bekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 12:45 Vísir/Valli Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30
Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33
Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48
Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01