Gísli vann Duke of York-mótið 18. september 2014 14:00 Gísli Sveinbergsson brosir í dag enda náði hann stórkostlegum árangri. mynd/gsí Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar. Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar.
Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36
Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29