Volkswagen XL1 með 4 hurðum og sætum Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 09:45 Hinn ofursparneytni Volkswagen XL1. Þó svo að framleiðsla hins ofursparneytna bíls XL1 frá Volkswagen sé afar takmörkuð í fyrstu hefur Volkswagen hug á því að taka framleiðslu hans á næsta stig. Það fæli í sér að framleiða hann fyrir fjóra farþega og þá með fjórum hurðum. XL1 eyðir svo litlu sem 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra, vegur aðeins 794 kíló, en tekur aðeins 2 farþega. Nýr fjögurra sæta XL1 myndi vega aðeins meira, en þó ekki nema 940 kíló, eða svipað og nýr Volkswagen up! Heyrst hefur að nýr fjögurra sæta XL1 fengi heitið XL2 og það er sjálfur forstjóri Volkswagen, Ferdinand Piëch sé sá áhugasamasti um framleiðslu hans. Hann vill viðhalda ímynd Volkswagen sem brautryðjandi í framleiðslu á ofursparsömum bílum. Honda mun á næsta ári setja á markað ofursparneytinn bíl sem bera mun heitið Honda FCEV og það gæti haft áhrif á ákvörðun Volkswagen um frekari þróun XL1 bílsins. Hætt er við því að Volkswagen þurfi að lækka verulega framleiðslukostnað XL2, en núverandi XL1 kostar 17,2 milljónir króna og því verður hann seint einhver magnsölubíll. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Þó svo að framleiðsla hins ofursparneytna bíls XL1 frá Volkswagen sé afar takmörkuð í fyrstu hefur Volkswagen hug á því að taka framleiðslu hans á næsta stig. Það fæli í sér að framleiða hann fyrir fjóra farþega og þá með fjórum hurðum. XL1 eyðir svo litlu sem 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra, vegur aðeins 794 kíló, en tekur aðeins 2 farþega. Nýr fjögurra sæta XL1 myndi vega aðeins meira, en þó ekki nema 940 kíló, eða svipað og nýr Volkswagen up! Heyrst hefur að nýr fjögurra sæta XL1 fengi heitið XL2 og það er sjálfur forstjóri Volkswagen, Ferdinand Piëch sé sá áhugasamasti um framleiðslu hans. Hann vill viðhalda ímynd Volkswagen sem brautryðjandi í framleiðslu á ofursparsömum bílum. Honda mun á næsta ári setja á markað ofursparneytinn bíl sem bera mun heitið Honda FCEV og það gæti haft áhrif á ákvörðun Volkswagen um frekari þróun XL1 bílsins. Hætt er við því að Volkswagen þurfi að lækka verulega framleiðslukostnað XL2, en núverandi XL1 kostar 17,2 milljónir króna og því verður hann seint einhver magnsölubíll.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent