Þrjár milljónir Cruze á 6 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 10:15 Svona mun 2015 árgerðin af Cruze líta út. Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent