Lego orðinn stærsti leikfangaframleiðandi heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 18:32 The Lego Movie fékk víða frábæra dóma. Vísir/AFP Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira