„Ég féll niður og þóttist vera dáinn“ 5. september 2014 13:00 Ali Hussein Kadhim sameinaðist fjölskyldu sinni þremur vikum eftir að hann komst á ótrúlegan hátt undan liðsmönnum ISIS Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35