Fótbolti

FH-ingur með stærsta vinning í sögu Íslenskra Getrauna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sá sem tippaði á 13 rétta styður FH.
Sá sem tippaði á 13 rétta styður FH.
Það var FH-ingur sem var með alla leikina 13 rétta á getraunaseðli gærdagsins í enska boltanum, en potturinn var sá stærsti síðan Íslenskra Getraunir voru stofnaðar 1969.

Ástæðan fyrir hversu stór potturinn var vegna þess að hann var tvöfaldur risapotturinn. Hann fær því í sinn hlut 42 milljónir króna sem er ekki leiðinlegt.

Heildarvinningsupphæðin nam rúmum 250 milljónum króna, en einn Íslendingur og fimm Svíar tippuðu á 13 rétta og skiptist þetta því þannig á milli þeirra.

Seðill helgarinnar: 

1. Bradford-Yeovil          1-3   ..2

  2. Bristol C-Scunthor       2-0   1..

  3. Crawley-Rochdale         0-4   ..2

  ---------------------------------     

  4. Oldham-Fleetwood         1-0   1..

  5. Peterbro-Port Vale       3-1   1..

  6. Walsall-Colchester       0-0   .X.

  ---------------------------------     

  7. Carlisle-Wimbledon       4-4   .X.

  8. Dagenham-Northampt       0-2   ..2

  9. Hartlepool-Shrewsbu      2-0   1..

  ---------------------------------     

 10. Morecambe-Cheltenh       0-0   .X.

 11. Southend-Oxford Ut       1-1   .X.

 12. Stevenage-York           2-3   ..2

 13. Wycombe-Bury             0-0   .X.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×