Fótbolti

Hetjuleg barátta Skotlands dugði ekki til | Úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki
Þjóðverjar fagna marki Vísir/Getty
Þýskaland þurfti ansi betur að hafa fyrir sigrinum gegn Skotlandi í undankepni EM í kvöld og Albanía gerði sér lítið fyrir og vann Portúgal.

Thomas Müller kom Þýskalandi yfir eftir átján mínútna leik og flestir bjuggust við þægilegum leik, en staðan var 1-0 í hálfleik.

Ikechi Anya jafnaði hins vegar metin á 66. mínútu, en markamaskínan Thomas Müller tryggði Þjóðverjum sigur fjórum mínútum síðar.

Albanía gerði sér lítið fyrir og skellti Portúgal, 0-1. Bekim Balaj skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu, en Portúgal var án sinnar skærustu stjörnu; Cristiano Ronaldo.

Gíbraltar þeyttu frumraun sína í undankeppni í kvöld, en þeir töpuðu 0-7 gegn Póllandi á „heimavelli" í kvöld. Leikurinn var í Portúgal, en Robert Lewandowski henti í fjögur mörk og þeir Kamil Grosicki (2)og Lukasz Szukala skoruðu hin þrjú mörk Póllands.

Finnar unnu Færeyja í Þórshöfn, 1-3, en Færeyjar komust yfir. Rúmenía vann að lokum Grikki, en Ciprian Marica skoraði eina mark leikins úr víti eftir tíu mínútna leik. Hann fékk reisupassann svo á 53. mínútu en Grikkir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×