Framlög í Kvikmyndasjóð hækka um 100 milljónir á næsta ári og verða rúmar 700 milljónir króna.
Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2015 kemur fram að hækkunin sé í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð fyrir árin 2012-2015. Samkomulagið var gert í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Framlög til Kvikmyndastöðvar Íslands hækka einnig lítillega frá yfirstandandi fjárlagaári og er það líka í samræmi við áðurnefnt samkomulag.
