Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2014 07:00 Á þremur vikum hefur kvika sjö sinnum náð upp á yfirborð - og því eru eldgosin sjö. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira