Telja hækkunina koma sér illa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 20:37 Karl Garðarsson. vísir/gva „Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson. Alþingi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson.
Alþingi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent