Varar við snörpum vindhviðum á morgun Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 11:42 Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem olli usla í Karíbahafi fyrr í vikunni. Vísir/Arnþór Birkisson Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó. Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó.
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira