Engin ríkisábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2014 11:14 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun