Fótbolti

Atli: Snýst um að færa liðið rétt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli fagnar sigurmarki sínu gegn Motherwell.
Atli fagnar sigurmarki sínu gegn Motherwell. Vísir/Daníel
Stjarnan og Inter mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, segist vera spenntur fyrir leiknum í kvöld.

„Þetta er spennandi verkefni. Það er ekki oft sem Inter kemur til Íslands,“ sagði Atli sem segir Stjörnumenn hafa farið vel yfir leik Inter.

„Þeir eru sterkir varnarlega og við reiknum frekar með að þeir reyni að fara upp kantanna, eins og Motherwell gerði gegn okkur. Lið Lech Poznan reyndi meira að troða sér í gegnum miðjuna, þar sem við vorum þéttir fyrir.

„Möguleikinn er klárlega til staðar, en það þarf margt að ganga upp og við þurfum allir að eiga stórleik ef við ætlum að eiga séns gegn þessu sterka liði,“ sagði Atli sem segir Stjörnumenn tilbúna að hlaupa, berjast og spila agaðan varnarleik í kvöld.

„Rúnar hefur talað mikið um varnarleikinn. Þetta snýst um að færa liðið rétt og það er ekkert annað í boði gegn þessum leikmönnum.

„Þeir færa boltann hraðar og eru teknískari en við erum vanir, en það er allt hægt ef viljinn og trúin er fyrir hendi,“ sagði Atli sem er í hópi reyndustu leikmanna Stjörnunnar, en hann á einnig leiki að baki í Evrópukeppnum með ÍBV og KR. Hann vonast til að reynsla sín komi að góðum notum í kvöld.

„Ég ætla að vona að sú reynsla sem ég, Veigar (Páll Gunnarsson) og Garðar (Jóhannsson) búum yfir nýtist eitthvað. Ég vona að við getum miðlað af reynslu okkar til þeirra yngri leikmanna sem hafa komið inn í liðið og staðið sig gríðarlega vel,“ sagði Atli að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Inter hefst klukkan 21:00. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem honum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Mazzarri: Höfum öllu að tapa

Stjarnan og Inter mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Uppselt í hópferðina á San Siro

Sigurður Gunnarsson, deildarstjóri íþróttadeildar Úrvals Útsýnar staðfesti við Vísi rétt í þessu að uppselt væri í hópferðina á leik Inter og Stjörnunnar á San Siro en að ferðaskrifstofan væri að kanna möguleikann á því að bæta við miðum.

"Í kvöld eru allir í Silfurskeiðinni“

Vísir birtir texta Silfurskeiðarinnar svo allir geti sungið með á Laugardalsvelli í kvöld. Silfurskeiðin efnir til skrúðgöngu í kvöld og verður flugeldasýning á leiðinni.

Búumst við ævintýralegri stemningu

Stjarnan og ítalska stórliðið Inter mætast næsta miðvikudag í Evrópudeildinni og verður leikið á Laugardalsvelli. Það er þegar uppselt á leikinn og von á einstakri stemningu í Dalnum á miðvikudagskvöldið.

Veigar Páll: Stærsti leikurinn á ferlinum

Veigar Páll Gunnarsson telur að leikurinn gegn Internatzionale í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld sé stærsti leikur hans á ferlinum. Veigar Páll telur að Stjarnan eigi möguleika hérna heima gegn ítalska stórveldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×