Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2014 13:42 Vigdís Hauksdóttir Vísir/GVA Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira