Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2014 13:42 Vigdís Hauksdóttir Vísir/GVA Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira