Mögnuð bílaprófunarbraut Volvo Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:51 Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent