Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 11:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Eiríksson. Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41