Liðin fimm sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar voru rússneska liðið Zenit frá Sanktí Pétursborg, APOEL frá Kýpur, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, Maribor frá Slóveníu og Porto frá Portúgal. Fimm bætast síðan í hópinn á morgun.
Celtic-menn voru þarna slegnir aftur út úr Meistaradeildinni en pólska liðið Legia frá Varsjá hafði áður unnið skoska liðið í síðustu umferð. Eftir leikinn kom síðan upp Pólverjarnir hefðu notað ólöglegan leikmann og Celtic fékk því annað tækifæri til að komast inn í Meistaradeildina þriðja árið í röð.
Celtic var í ágætri stöðu fyrir kvöldið eftir 1-1 jafntefli í Slóveníu en Morales Tavares tryggði gestunum 1-0 sigur á 75. Mínútu og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Yacine Brahimi og Jackson Martínez tryggði Porto 2-0 sigur á franska liðinu Lille en portúgalska liðið fór þar með áfram 3-0 samanlagt.
Zenit, APOEL og BATE Borisov unnu öll stóra heimasigra og flugu áfram úr sínum viðureignum.
Úrslit í umspilsleikjum kvöldsins:
Zenit - Standard Liege 3-0 (samanlagt 4-0)
APOEL - AaB 4-0 (samanlagt 5-1)
BATE Borisov - Slovan Bratislava 3-0 (samanlagt 4-1)
Porto - Lille 2-0 (samanlagt 3-0)
Celtic - Maribor 0-1 (samanlagt 1-2)
