Stefnumerkandi Volvo XC90 kynntur í gær Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 10:15 Volvo XC90 með sæti fyrir 7. Nýr Volvo XC90 jeppi frá Volvo var kynntur 900 blaðamönnum í Stokkhólmi í gær. Þessi bíll gefur tóninn fyrir framtíðarframleiðslu þessa virta sænska framleiðanda. Hann vakti að vonum mikla athygli, enda einn tæknilega fullkomnasti fjöldaframleiddi bíll sem kynntur hefur verið. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins var einn þeirra sem sá Håkan Samuelsson svipta hulunni af þessum glæsilega bíl. Hinn nýi XC90 er að sögn Volvo öruggasti bíll heims enda troðinn af búnaði sem á að gera það nær ómögulegt að lenda í árekstri. Aldrei hefur bíll verið markaðssettur með eins miklum öryggisbúnaði og þessi bíll. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í Volvo bíl frá og með árinu 2020. Við kynningu bílsins fengu áhorfendur þá trú að slíkt geti orðið að veruleika. Í fyrstu mun Volvo framleiða 1.927 eintök af bílnum og verður hvert eintak hans sérmerkt með raðnúmerinu 1 til 1.927. Ástæðan fyrir þessari tölu, 1.927 er sú að Volvo fyrirtækið var stofnað árið 1927. Fyrst eintakið fær sænski konungurinn og „hinn konungurinn“, Zlatan Ibrahimovich fær eintak númer 10. Sala til almennings verður síðan opnuð á vefnum frá og með 3. september og víst má vera að margir setji sig á þann lista. Munu þeir bílar sem pantaðir verða fyrst afgreiddir í fimmtu viku næsta árs. Innréttingin í Volvo XC90 er í senn glæsileg og naumhyggjuleg með svo til engum tökkum þar sem flestu er stjórnað á stórum upplýsingaskjá. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Nýr Volvo XC90 jeppi frá Volvo var kynntur 900 blaðamönnum í Stokkhólmi í gær. Þessi bíll gefur tóninn fyrir framtíðarframleiðslu þessa virta sænska framleiðanda. Hann vakti að vonum mikla athygli, enda einn tæknilega fullkomnasti fjöldaframleiddi bíll sem kynntur hefur verið. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins var einn þeirra sem sá Håkan Samuelsson svipta hulunni af þessum glæsilega bíl. Hinn nýi XC90 er að sögn Volvo öruggasti bíll heims enda troðinn af búnaði sem á að gera það nær ómögulegt að lenda í árekstri. Aldrei hefur bíll verið markaðssettur með eins miklum öryggisbúnaði og þessi bíll. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í Volvo bíl frá og með árinu 2020. Við kynningu bílsins fengu áhorfendur þá trú að slíkt geti orðið að veruleika. Í fyrstu mun Volvo framleiða 1.927 eintök af bílnum og verður hvert eintak hans sérmerkt með raðnúmerinu 1 til 1.927. Ástæðan fyrir þessari tölu, 1.927 er sú að Volvo fyrirtækið var stofnað árið 1927. Fyrst eintakið fær sænski konungurinn og „hinn konungurinn“, Zlatan Ibrahimovich fær eintak númer 10. Sala til almennings verður síðan opnuð á vefnum frá og með 3. september og víst má vera að margir setji sig á þann lista. Munu þeir bílar sem pantaðir verða fyrst afgreiddir í fimmtu viku næsta árs. Innréttingin í Volvo XC90 er í senn glæsileg og naumhyggjuleg með svo til engum tökkum þar sem flestu er stjórnað á stórum upplýsingaskjá.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent