Svo virðist sem þeir sem komast þurfa á milli staða kjósi að sniðganga flugfélagið og því fer einkar vel um þá fáu sem þó það kjósa. Svo fáir ferðast nú með Malaysian að félagið tapar 2 milljón dollara á hverjum degi, eða um 230 milljónum króna.
Ekki er það til að bæta viðvarandi hallarekstur flugfélagsins en taprekstur hefur verið á því síðustu 3 ár. Svo gæti farið að félagið endi í kjöltu malasíska ríkisins, en þetta fjölmenna ríki telur sig þurfa að tryggja góðar flugsamgöngur í landinu á þessum sístækkandi markaði fyrir flug.
Þessi saga Malaysian er þekkt stef, en Pan Am fór á hausinn þremur árum eftir Lockerbie slysið í Skotlandi árið 1988. Þar átti þota frá Pan Am í hlut.
Einnig fór illa fyrir American Airlines eftir að tveimur þotum þeirra var stolið og flogið á tvíburaturnana í New York í 9/11 hryðjuverkunum og ein vél þeirra brotlenti í Queens hverfinu aðeins tveimur mánuðum eftir hryðjuverkin. Félagið var lýst gjaldþrota í kjölfarið, en endurreist með aðstoð bandaríska ríkisins.
