Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum.
Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.
Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.

Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum.
Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson.
Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi.
Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.
Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30.