ÍR-ingar fara nýja leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 15:00 Vísir/Vilhelm ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita