Bjartasti ofurmáni í 20 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 20:19 Ofurmáninn sem geimfarinn birti á Twitter MYND/Oleg Artemyev Rússneskur geimfari hefur birt magnaðar myndir af ofurmánanum sem heiðrar jarðarbúa í kvöld en sökum nálægðar tunglsins mun það virðast óvenjulega stórt við sjóndeildarhringinn. Er því um að ræða stærsta fulla tungl ársins og búist er við því að máninn verði ekki jafn bjartur aftur næstu tuttugu árin. Geimfarinn, Oleg Artemyev, birti myndirnar á Twitter-síðu sinni undir yfirskriftinni „tunglsetur ofurmánans“. Ofurmáninn sem sjá má í kvöld er annar ofurmáninn af þremur í sumar og jafnframt sá bjartasti. Samkvæmt Nasa er ofurmáninn um 14 prósent stærri og 30 prósent bjartari en þegar tunglið er fjærst jörðu. Á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins má finna eftirfarandi klausu um ofurmánann:Tunglið er lágt á lofti í ágúst og mun því virðast óvenju stórt við sjóndeildarhringinn. Það er hins vegar skynvilla. Prófaðu að beygja þig og horfa á tunglið á hvolfi þegar það er við sjóndeildarhringinn. Þá virðist það skreppa saman.Síðustu misseri hafa stærstu fullu tungl ársins gjarnan verið kölluð „ofurmánar“, þótt það sé ekkert „ofur“ við tunglið þegar það er næst Jörðu. Eins og við segjum stundum er þetta eins og að kalla 16 tommu pizzu ofurpizzu í samanburði við 15 tommu pizzu. Hér að neðan má sjá færslu Artemyevs.MYND/Oleg ArtemyevПолнолуние Закат Луны на #МКС ещё см. блог (Supermoon Moonset #ISS more in blog) #BlueDot http://t.co/Wg9098bHIF pic.twitter.com/PIk5zZRRJR— Oleg Artemyev (@OlegMKS) August 10, 2014 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Rússneskur geimfari hefur birt magnaðar myndir af ofurmánanum sem heiðrar jarðarbúa í kvöld en sökum nálægðar tunglsins mun það virðast óvenjulega stórt við sjóndeildarhringinn. Er því um að ræða stærsta fulla tungl ársins og búist er við því að máninn verði ekki jafn bjartur aftur næstu tuttugu árin. Geimfarinn, Oleg Artemyev, birti myndirnar á Twitter-síðu sinni undir yfirskriftinni „tunglsetur ofurmánans“. Ofurmáninn sem sjá má í kvöld er annar ofurmáninn af þremur í sumar og jafnframt sá bjartasti. Samkvæmt Nasa er ofurmáninn um 14 prósent stærri og 30 prósent bjartari en þegar tunglið er fjærst jörðu. Á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins má finna eftirfarandi klausu um ofurmánann:Tunglið er lágt á lofti í ágúst og mun því virðast óvenju stórt við sjóndeildarhringinn. Það er hins vegar skynvilla. Prófaðu að beygja þig og horfa á tunglið á hvolfi þegar það er við sjóndeildarhringinn. Þá virðist það skreppa saman.Síðustu misseri hafa stærstu fullu tungl ársins gjarnan verið kölluð „ofurmánar“, þótt það sé ekkert „ofur“ við tunglið þegar það er næst Jörðu. Eins og við segjum stundum er þetta eins og að kalla 16 tommu pizzu ofurpizzu í samanburði við 15 tommu pizzu. Hér að neðan má sjá færslu Artemyevs.MYND/Oleg ArtemyevПолнолуние Закат Луны на #МКС ещё см. блог (Supermoon Moonset #ISS more in blog) #BlueDot http://t.co/Wg9098bHIF pic.twitter.com/PIk5zZRRJR— Oleg Artemyev (@OlegMKS) August 10, 2014
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira