Top Gear myndar Citroën á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:27 Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent
Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent