Nýr Lada Sport Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2014 09:32 Nýr Lada Sport. Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent
Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent