Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2014 13:25 Andri Guðmundsson með 105 sm lax úr Höfðahyl í Laxá Það er ótrúlegt að heyra meðalþyngdina í Laxá í Aðaldal á þessu ári en hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt þar í sumar. Í fyrradag brá svo við að ein stöngin sem var við veiðar á Nessvæðinu landaði þremur löxum í yfirstærð en þeir voru 105, 100 og 88 sm. Mikið af stórum laxi sést víða í ánni og hefur takan verið með afbrigðum góð suma dagana. Tískuflugan þar nyrðra í sumar virðist vera flugan Metalika sem margir þekkja en hún þykir sérstaklega gjöful hnýtt á frekar stóra einkrækju og "strippuð" hratt eftir yfirborðinu. Tökurnar verða oft harkalegar og oftar en ekki sækir laxinn fluguna nokkurn spöl, svo ákafur virðist hann vera í hana. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þetta sannkallaðir stórlaxar sem hafa verið að veiðast í Laxá en á myndinni er Andri Guðmundsson með 105 sm lax sem hann veiddi ásamt föður sínum í Höfðahyl á Nessvæðinu. Einn af þremur stórlöxum hjá þeim feðgum. Laxarnir hjá þeim tóku Skógá og Black and Blue en þeir feðgar reistu einnig laxa á Sunray Shadow. Samtals náðu þeir 7 löxum í túrnum með meðallengd uppá 93 sm. Það eru ekki margar ár á Íslandi sem bjóða upp á svona góða meðalþyngd. Stangveiði Mest lesið Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði
Það er ótrúlegt að heyra meðalþyngdina í Laxá í Aðaldal á þessu ári en hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt þar í sumar. Í fyrradag brá svo við að ein stöngin sem var við veiðar á Nessvæðinu landaði þremur löxum í yfirstærð en þeir voru 105, 100 og 88 sm. Mikið af stórum laxi sést víða í ánni og hefur takan verið með afbrigðum góð suma dagana. Tískuflugan þar nyrðra í sumar virðist vera flugan Metalika sem margir þekkja en hún þykir sérstaklega gjöful hnýtt á frekar stóra einkrækju og "strippuð" hratt eftir yfirborðinu. Tökurnar verða oft harkalegar og oftar en ekki sækir laxinn fluguna nokkurn spöl, svo ákafur virðist hann vera í hana. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þetta sannkallaðir stórlaxar sem hafa verið að veiðast í Laxá en á myndinni er Andri Guðmundsson með 105 sm lax sem hann veiddi ásamt föður sínum í Höfðahyl á Nessvæðinu. Einn af þremur stórlöxum hjá þeim feðgum. Laxarnir hjá þeim tóku Skógá og Black and Blue en þeir feðgar reistu einnig laxa á Sunray Shadow. Samtals náðu þeir 7 löxum í túrnum með meðallengd uppá 93 sm. Það eru ekki margar ár á Íslandi sem bjóða upp á svona góða meðalþyngd.
Stangveiði Mest lesið Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði