Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2014 14:28 Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð. vísir/stefán/daníel Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent